What To Expect At Auditions
LEIÐBEININGAR
Hægt er að sækja um og bæta kynningarmyndbandi svo inn síðar. Það verður þó að gerast áður en lokað verður fyrir skráningu
TIME SLOTS
skráið ykkur á prufu tíma með því að smella á einn af reitunum til vinstri. Vinsamlegast ekki velja fleiri en einn tíma glugga. Reynt verður að virða tímaval ykkar eins og mögulegt er en það gæti breyst ef óvenju mikil aðsókn verður í prufur.
Role preferences
Ef þú vilt ekki taka þátt nema að fá ákveðin hlutverk máttu skrá þau hlutverk hér. En við mælum með að hafa allt opið auðvitað til að auka líkur á að fá hlutverk.
Audition video - Kynningarvideoið ykkar
Útbúið kynningarmyndband af ykkur og hlaðið upp á dropbox eða annan stað á netinu þar sem hægt er að horfa á það. Setjið hlekk á kynningarvideoið ykkar hér, t.d. dropbox hlekk eða álíka. Nánari leiðbieningar um kynningarmyndband hér fyrir neðan undir liðnum "MYNDBAND".
UPPLÝSINGAR UM PRUFUR
VELKOMIN Í PRUFUR FYRIR "LJÓSKA Í GEGN"
Hægt er að skrá sig í tvenns konar prufur.
- LEIK prufur: fyrir þá sem vilja leika, syngja og dansa.
- DANS þeir sem vilja bara dansa mega taka það fram á umsókn.
HVERNIG VERÐUR ÞETTA?
Þeir sem skrá sig í prufur þurfa að fylla út umsóknina hér á CAST98 og sækja um. Ef þið lendið í vandræðum með að skrá ykkur rétt geta meðlimir Verðandi leiðbeint og hjálpað ykkur.
Umsækjendur þurfa að læra smá dansrútínu með söng (verður sent fyrirfram), læra senu texta til að leika og að lokum að syngja lag að eigin vali.
Nánari skýringar
MYNDBAND
- senda inn kynningarmyndband af ykkur.
90 sekúndur hámark þar sem þið kynnið ykkur (fullt nafn) og segið okkur hvers vegna væri frábært að hafa ykkur með í þessu verkefni?
SENA
- Þið finnið hlekk á senur hér: https://www.dropbox.com/scl/fi/p88yk6uqc3oqv9ndckh5z/LJ-SKA-GEGN-SENUR-FYRIR-PRUFUR.pdf?rlkey=ffpoqngel2rxosjrfx7jfusd4&st=ox8s52em&dl=0
veljið ykkur eina persónu í einni senu til að læra. Undirbúa sig, búa til persónuna og kunna textann utan að til að leika á móti einhverjum í prufum. (ef einhverjir komast alls ekki má senda video af atriði/eintali í staðinn en langbest er auðvitað að mæta á staðinn)
DANSA + SYNGJA
- Á degi 1. Dans (og söngur) (læra dansrútínu og syngja með - kennsluvideo sem þið fáið sent. Það kemur til ykkar í siðasta lagi á föstudaginn 24.okt.
Þið þurfið að kunna dansinn og dansa hann í prufum á degi 1. Þá verður einhverjum smá flækjum bætt við dansinn til að sjá hversu snögg þið eruð að læra og framkvæma hreyfingar. (ef einhverjir komast alls ekki má senda okkur video en langbest er auðvitað að mæta)
SÖNGLAG, helst úr söngleik
- Syngja lag að eigin vali sem sýnir söngröddina ykkar vel. 2 mínútna lag eða bút úr lagi - ekki lengra. SENDA OKKUR UNDIRSPILIÐ eða hlekk á undirspil til að syngja við. (ef einhverjir komast alls ekki má senda video en langbest er auðvitað að mæta).
Við hvetjum ykkur til að vera metnaðarfull og mæta helst með lag úr söngleik. Þetta stykki er tæknilega krefjandi í söng og MARGAR og hraðar nótur á köflum.
Prufur fara fram á bilinu 3-7. nóvember ( ef einhver kemst alls ekki í prufur er hægt að semja um annan tíma eða senda inn video prufu þó auðvitað sé líklegast til árangurs að mæta í prufur)
NÁNARA FYRIRKOMULAG PRUFA
-
Dagur 1 / 3.nóvember -
LEIKPRUFUR Dans/söngur leikara.
Umsækjendur mæta í 20 manna hópum og fara saman í upphitun, söng, dans og leiklistaræfingar. Prufa hvers hóps tekur um 45 mínútur. Mæta í fötum sem þið getið hreyft ykkur í.
Hópur 1 - 16:00
Hópur 2 - 17:00
Hópur 3 - 18:00
Hópur 4 - 19:00
Hópur 5 - 20:15
-
Dagur 2 / 5. nóvember
Viðtal, sena og sönglag - Hver og einn fær 5 mínútna glugga.
Þið komið inn og kynnið ykkur, við skoðum umsóknina ykkar og spjöllum smá, gerum senuna og þið syngið lagið ykkar við undirspilið sem þið senduð inn.
-
Dagur 3 / 6. nóvember framhald prufa / CALLBACK fyrir þá sem við viljum sjá áfram.
Dagur 4. / 7.nóvember Framhald á CALLBACK prufum.
Audition Times
Audition Form